Farin var starfsmannaferð með mökum til Helsinki í Finnlandi dagana 13.-16. október. Það var ýmislegt skoðað, meðal annars Dómkirkjan, bókasöfn, aðal lestarstöðin, Kiasma safnið, Finlandia Hall, steinakirkjan og Kamppi kapellan. Það sem stóð upp úr var skoðunarferð um skrifstofu Alvar Aalto ásamt húsinu hans. Auðvitað var farið í sauna og það á nýjum stað sem heitir Loyly sauna. Aðal kvöldmaturinn var svo á stað sem heitir Finnjävel, sem allir voru virkilega ánægðir með. 7 réttir og hver öðrum betri en á veitingastaðnum er nánast allt hannað sérstaklega fyrir staðinn.