AVH ehf er alhliða teiknistofa sem sér um arkitekta-, burðarþols-, og lagnateikningar og hönnun fyrir allar stærðir af mannvirkjum. Við höfum sérhæft og reynslumikið starfsfólk með áratuga langa reynslu í öllu sem við kemur mannvirkjagerð.
AVH ehf hefur hannað fjölmargar byggingar síðastliðin 45 ár.
Samstarfsaðilar hafa verið margir og höfum við tekið þátt í samkeppnum með ágætis árangri.
Fyrirtækið var formlega stofnað árið 1974 og hét þá Teiknistofa Hauks Haraldssonar sf, en var breytt í AVH arkitektúr – verkfræði – hönnun árið 2003.
AVH er einkahlutafélag
Kennitala: 450589-1369
Aðaleigendur eru:
Anna Margrét Hauksdóttir – Arkitekt
Anton Örn Brynjarsson – Verkfræðingur
Fanney Hauksdóttir – Yfirarkitekt

STARFSSVIÐ
Alhliða hönnun bygginga og mannvirkja
AVH kemur að öllum þáttum mannvirkjagerðar. AVH notast við BIM tækni þar sem öll samhæfing og breytingar eru gerð auðveldari.
Hönnun á verksviði arkitekta
Innra skipulag, notagildi, útlit, grunnmyndir, efnisnotkun, áferð, ljós og skuggi.
Hönnun burðarvirkis
Alhliða útreikningur á burðarvirkjum.
Hönnun vatns-, hita-, frárennslis- og loftræsilagna
Almenn hönnun á öllum lagnakerfum í byggingum.
Þrívíddarvinnsla
Gerð þrívíddarlíkana, myndvinnsla og gerð myndbanda.
Áætlunargerð
Magntölur, kostaðaráætlanir, þarfagreining, sviðsmyndir (scenario planning).
Verkumsjón og eftirlit
Sjáum um verkumsjón og eftirlit á stórum sem smáum verkstöðum. Gerum einnig ástandskoðun á eldra húsnæði.
Útboð framkvæmda
Gerum öll útboðsgögn fyrir byggingaframkvæmdir.
Skipulagshönnun
Gerð og breytingar á aðalskipulagi, hverfisskipulagi, rammaskipulagi og deiliskipulagi. Rannsóknarvinna og skýrslugerð fyrir skipulagsgerð.
Hönnunarstjórn
Hönnunarstjórn á bæði stórum og smáum verkum.
MARKMIÐ
VIÐURKENNINGAR
STAÐSETNING
Við erum staðsett á tveimur stöðum á landinu. Aðalskrifstofan er í Kaupangi á Akureyri og útibú í miðborg Reykjavíkur.