Kaupangi v/Mýrarveg, 600 Akureyri / Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
+354 460 4400 / +354 561 4400
8:00-17:00

AVH ehf er alhliða teiknistofa sem sér um arkitekta-, burðarþols-, og lagnateikningar og hönnun fyrir allar stærðir af mannvirkjum. Við höfum sérhæft og reynslumikið starfsfólk með áratuga langa reynslu í öllu sem við kemur mannvirkjagerð.

AVH ehf hefur hannað fjölmargar byggingar síðastliðin 45 ár.
Samstarfsaðilar hafa verið margir og höfum við tekið þátt í samkeppnum með ágætis árangri.

Fyrirtækið var formlega stofnað árið 1974 og hét þá Teiknistofa Hauks Haraldssonar sf, en var breytt í AVH arkitektúr – verkfræði – hönnun árið 2003.

AVH er einkahlutafélag
Kennitala: 450589-1369

Aðaleigendur eru:
Anna Margrét Hauksdóttir – Arkitekt
Anton Örn Brynjarsson – Verkfræðingur
Fanney Hauksdóttir – Yfirarkitekt

hvalaskodun-2015-washed
Starfsmenn
13
Meðalfjöldi kaffibolla á dag
36
Starfsreynsla starfsfólks (meðaltal í árum)
16

STARFSSVIÐ

Alhliða hönnun bygginga og mannvirkja

AVH kemur að öllum þáttum mannvirkjagerðar. AVH notast við BIM tækni þar sem öll samhæfing og breytingar eru gerð auðveldari.

Hönnun á verksviði arkitekta

Innra skipulag, notagildi, útlit, grunnmyndir, efnisnotkun, áferð, ljós og skuggi.

Hönnun burðarvirkis

Alhliða útreikningur á burðarvirkjum.

Hönnun vatns-, hita-, frárennslis- og loftræsilagna

Almenn hönnun á öllum lagnakerfum í byggingum.

Þrívíddarvinnsla

Gerð þrívíddarlíkana, myndvinnsla og gerð myndbanda.

Áætlunargerð

Magntölur, kostaðaráætlanir, þarfagreining, sviðsmyndir (scenario planning).

Verkumsjón og eftirlit

Sjáum um verkumsjón og eftirlit á stórum sem smáum verkstöðum. Gerum einnig ástandskoðun á eldra húsnæði.

Útboð framkvæmda

Gerum öll útboðsgögn fyrir byggingaframkvæmdir.

Skipulagshönnun

Gerð og breytingar á aðalskipulagi, hverfisskipulagi, rammaskipulagi og deiliskipulagi. Rannsóknarvinna og skýrslugerð fyrir skipulagsgerð.

Hönnunarstjórn

Hönnunarstjórn á bæði stórum og smáum verkum.

MARKMIÐ

 • Að sýna frumkvæði og vera leiðandi þjónustufyrirtæki á sínu sviði
 • Að annast og hafa yfirumsjón með allri hönnun innan fyrirtækisins
 • Að vinna faglega og skila verkum í háum gæðaflokki
 • Að hafa gott samstarf við alla samstarfsaðila og stuðla að góðum samskiptum við aðra hönnuði, verkkaupa og framkvæmdaaðila
 • Að gæta hagsmuna verkkaupa
 • Að stuðla að góðum starfsanda innan fyrirtækisins og símenntun starfsfólks
 • Að starfa samkvæmt lögum, reglugerðum og siðareglum

VIÐURKENNINGAR

 • Hjúkrunarheimili á Selfossi, opin hönnunarsamkeppni 2017 - Viðurkenning fyrir áhugaverða tillögu
 • Hjúkrunarheimili við Vestursíðu, Akureyri - Byggingarlistaverðlaun Akureyrarbæjar árið 2017
 • Leikskóli við Helgamagrastræti, Akureyri 2004 - Alútboð, 1. verðlaun
 • Leikskóli við Hólmatún 2001 - Alútboð, 1. verðlaun
 • Stækkun Síðuskóla 2002 - 1. verðlaun
 • Giljaskóli, Akureyri - Byggingarlistaverðlaun Akureyrarbæjar árið 2000
 • Toyota 1998 - 1. verðlaun
 • Félagslegar íbúðir við Snægil 1996 - 1. verðlaun
 • Íbúðir fyrir aldraða við Lindarsíðu 1991 - 1.verðlaun
 • Verkið Postamt in Meschede valið á sýningu hjá Kunstverein í Münster árið 1986 að undangenginni samkeppni
 • Verkið Villa Farsetti valið til sýningar á Arkitektabíenalnum í Feneyjum árið 1985 að undangenginni alþjóðlegri samkeppni

SAMSTARFSAÐILAR

STAÐSETNING

Við erum staðsett á tveimur stöðum á landinu. Aðalskrifstofan er í Kaupangi á Akureyri og útibú í miðborg Reykjavíkur.

Kaupangur v/Mýrarveg, 600 Akureyri

Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík