Falleg íslensk heimili

Í síðasta mánuði var einbýlishús við Krókeyrarnöf tekið fyrir í þættinum „Falleg íslensk heimili“ og kom á Vísi.is 19. maí

„Í glæsilegu húsi við Krókeyranöf á Akureyri býr María Bergþórsdóttir og fjölskylda. Hjónin byrjuðu að byggja húsið árið 2009 og fluttu síðan inn tveimur árum síðar. Arkitektinn Fanney Hauksdóttir teiknaði húsið.
Húsið er tæplega þrjú hundruð fermetrar. Naustahverfið er nýjasta íbúðarhverfið á Akureyri. Það er kennt við jörðina Naust og liggur sunnan við meginbyggðina á Brekkunni og útundir Kjarnaskóg.
Flöt þök og hrein form einkenna mörg hús í hverfinu og minna þau sumpart fúnkíshúsin sem algeng voru á Akureyri á fjórða áratugnum.“

Hér að neðan má síðan sjá þáttinn.