Í fyrra var skrifað undir samstarfssamning milli Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og AVH til að aðstoða bændur í nýbyggingum og breytingum á núverandi mannvirkjum. Á myndinni eru Runólfur Sigursveinsson og Anton Örn Brynjarsson að handsala samstarfssamning AVH og RML.
Frá því að RML var stofnað 2013 hefur bútækniráðgjöf til bænda verið takmörkunum háð varðandi skil á teikningum til yfirvalda. RML hafði verið að leita að heppilegum samstarfsaðila varðandi það að koma ráðgjöfinni í þann farveg að hægt sé að bjóða bændum þjónustu frá hugmynd að fullbyggðu gripahúsi. RML hafði vantað samstarf við teiknistofu með skrifstofur nálægt viðskiptavinum sunnan og norðan heiða. Þá náðust samningar við AVH sem er fyrirtæki sem getur skilað öllum tilskildum teikningum til yfirvalda. Ætlunin er að teikningarnar verði unnar í grunninn af RML en kláraðar af AVH í fullu samráði við bútækniráðgjafa RML, varðandi aðbúnað og vinnuumhverfi, sem ætti að minnka hönnunarkostnað.
Frétt var um málið í Bændablaðinu þann 3. nóvember 2017. (Mynd tekin af vef Bændablaðsins)