Fjölnotasalur við Menntaskólann á Tröllaskaga

Síðast liðið haust var hátíðleg athöfn vegna opnunar nýs fjölnotasalar í viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga. Fanney Hauksdóttir hannaði viðbygginguna. AVH sá um arkitekta-, burðaþols- og lagnahönnun en Raftákn hannaði raflagnir. Notast var við BIM tækni (e. Building Information Modeling), eða upplýsingamódel mannvirkja.