Nú er í gangi auglýsing tillögu að deiliskipulagsbreytingu á vinnslustigi.
Breytingarnar eru eftirfarandi:
- Stækka byggingarreit á lóð Hafnarstrætis 87-89, vegna fyrirhugaðrar stækkunar sem og að reitur innihaldi núverandi rými undir Kirkjutröppunum (er núna utan byggingarreits)
- Stækka rými (áður almenningssalerni) undir Kirkjutröppunum um u.þ.b. 70 til 90 m2. Loka og nýta rými í undirgöngum, u.þ.b. 70 m 2. Hönnun stækkunar miðast við að byggingin falli vel inn í umhverfið og skerði sem minnst ásýnd Kirkjutrappa og Akureyrarkirkju – sjá hugmynd að útliti í kynningu. Nýta rými undir Kirkjutröppum sem verslunar- og þjónusturými. Breyta hluta bílastæða norðan við rými í útisvæði sem yrði nýtt í tengslum við verslunar- og þjónusturými. Tvö stæði fyrir hreyfihamlaða verða áfram á núverandi stað.
- Uppfæra nýtingarhlutfall miðað við núverandi byggingarmagn á lóð og fyrirhugaða stækkun. Nýtingarhlutfall á lóðinni verður 2,50.