Byggingalistaverðlaun Akureyrar 2020

Bygg­ingalista­verðlaun Akureyrar 2020 hlaut Anna Mar­grét Hauks­dótt­ir arki­tekt FAÍ, AVH ehf. og Berg­festa bygg­ing­ar­fé­lag fyr­ir út­færslu fjöl­býl­is­húsa við Hall­dóru­haga 8, 10, 12 og 14. Húsa­gerðin er tveggja hæða fjór­býl­is­hús með útitröpp­um. Hús­un­um er skipt upp í tví­býlisein­ing­ar, tveim og tveim sam­an með opn­um stig­um á milli. Útistig­ar njóta skjóls und­ir þaki og á bak við rimla­verk og eru því ekki meg­in­at­riði í út­liti hús­anna eða götu­mynd­inni. Húsa­eingarn­ar eru ská­sett­ar þannig að þær mynda fjöl­breytta og áhuga­verða húsaröð, sem er und­ir­strikuð með sér­stöku meg­in­formi hús­anna,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Ak­ur­eyr­ar­bæ.

Halldóruhagi 8-14

Sjá nánar um Byggingalistaverðlaunin á vef Akureyrarbæjar