Kynning á deiliskipulags tillögu – Holtahverfi norður

Á mánudaginn síðast liðinn var opið hús í Hofi á Akureyri þar sem tillaga að deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður var kynnt.

Markmiðið með nýju deiliskipulagi er að bjóða upp á nýjar lóðir í bæði gömlu og nýju hverfi á einu fallegasta svæði Akureyrar. Svæðið býður upp á útsýni til allra átta og er til dæmis í nágrenni við falleg útivistarsvæði, smábátahöfn, verslun og atvinnusvæði. Einnig er mikilvægt að bæta umferðarskipulag á svæðinu og huga að gönguleiðum barna í skóla- og íþróttastarf frá nýrri íbúðarbyggð.

Í stuttu máli:
  • Ný íbúðabyggð norðaustan við Krossanesbraut – allt að 280 íbúðir í blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa.
  • Ónotuð svæði innan núverandi byggðar skipulögð.
  • Umferðarskipulag bætt með með áherslu á gönguleiðir í skóla- og íþróttastarf.
  • Útivistarsvæði og nýir stígar um hverfið.
  • Áhersla á vistvænt skipulag, umhverfisvænar samgöngur, lýðheilsu, græn svæði, sjálfbærni, fjölbreyttar þarfir mismunandi hópa og vel skipulögð atvinnusvæði í tengslum við íbúðabyggð.

Skoða má tillöguna og senda inn athugasemd á vef Akureyrarbæjar: www.akureyri.is/is/frettir/holtahverfi-nordur-ny-og-spennandi-ibudabyggd