Vígsla Krílakots

Vígsluathöfn fyrir viðbyggingu við leikskólann Krílakot var haldin á Dalvík þann 5. ágúst síðastliðinn. Margmenni var samankomið þegar klippt var á borðann og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson var viðstaddur.

Viðbygginguna hannaði Fanney Hauksdóttir og AVH sá um arkitektahönnun, burðarþol og lagnir en Raftákn hannaði raflagnir. Aðalverktaki verksins var Tréverk. Viðbyggingin er tæplega 500 m² og leikskólinn í heild sinni tæplega 1.000 m² og fimm deilda.