Hugmynd að breyttri landnotkun Akureyrarvallar

Í dag voru lagðar fram nýjar hugmyndir að breyttri landnotkun á Akureyrarvelli.

Hugmyndir vinnuhópsins ganga út á blandaða íbúðabyggð, verslanir og þjónustu ásamt útivistarsvæði með vatnagarði.

Fanney Hauksdóttir arkitekt hjá AVH vann þessa tillögu ásamt Þránni Haukssyni landlagsarkitekt hjá Landslagi ehf.

Aðrir sem áttu sæti í starfshópnum voru bæjarfulltrúarnir Helena Karlsdóttir og Oddur Helgi Halldórsson. Einnig komu að þessari vinnu Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður bæjarráðs og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagssjóri Akureyrarbæjar.

Hugmyndir vinnuhópsins ganga út á blandaða íbúðabyggð, verslanir og þjónustu ásamt útivistarsvæði með vatnagarði.