Lokafrágangur við Giljaskóla

Lokafrágangur við Giljaskóla.

Samið við SS Byggi um lokaframkvæmdir við Giljaskóla.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum fyrir helgi, að ganga til samninga við SS Byggi ehf. á Akureyri um lokafráfang á Íþróttamiðstöð Giljaskóla, en samkvæmt bókun frá fundinum var fyrirtækið með hagkvæmasta tilboðið. Alls bárust 14 tilboð í verkið frá 12 aðilum og voru þau öll undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 355,4 milljónir króna.

Verkinu skal lokið 15. júlí á næsta ári.