Útboð – Þjónustuhús við Oddeyrarbryggju, Akureyri

Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir tilboðum í að byggja þjónustuhús við Oddeyrarbryggju, Akureyri. Verktaki skal framkvæma jarðvinnu, steypa upp grunn, reisa hús, innrétta, ganga frá utan húss sem innan og fullgera húsið samkvæmt útboðsgögnum.  Verkið nær til endurbóta á þeim hluta af lóðinni sem er næst byggingunni ásamt breytingum á girðingu.

Innréttingar og laus búnaður er ekki innifalinn í verkinu.

Helstu stærðir:              Hús  163,2 m2      536,7 m3

Lóð  384,0 m2

 

Útboðsgögn verða afhent hjá AVH ehf arkitektúr-verkfræði-hönnun, Kaupangi, Mýrarvegi, Akureyri frá og með föstudeginum 9.október 2009.

Útboðsgögn eru á geisladiski og kosta kr. 5.000.-.

Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hafnasamlags Norðurlands föstudaginn 23.október 2009 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.