Nýtt húsnæði Þroskahjálpar

Föstudaginn 23. október fékk Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar afhent nýtt húsnæði á Sauðárkróki.

Húsnæði þetta er 5 íbúðir í tveimur húsum ásamt starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið verður leigt til Byggðasamlags málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra sem framleigir það fötluðu fólki.

AVH efh sá um heildar hönnun hússins í samstarfi við Rafták ehf.

Aðalhönnuður hússins er Fanney Hauksdóttir.