Nýtt þjónustuhús fyrir skemmtiferðaskip

Nýtt þjónustuhús fyrir skemmtiferðaskip við Oddeyrarbryggju er óðum að taka á sig endanlega mynd og eru áætluð verklok nú í lok maí.

AVH sá um hönnun hússins og arkitektar þess eru Fanney  og Anna Margrét Hauksdætur. Aðalverktaki er Sigurður Björgvin Björnsson.