Nýtt heilsárshótel á Akureyri

Í júní 2011 mun Icelandairhótel opna nýtt hótel á Akureyri.

Í heildina verða 101 herbergi, 63 herbergi verða tekin í notkun í júní 2011 ásamt  veitingasal og bar. 38 herbergi bætast svo við síðar.

Umfangsmiklar endurbætur verða gerðar á húsnæðinusem áður hýsti Iðnskólann á Akureyri og síðar Háskólann á Akureyri. Húsið verður lengt til suðurs og einnig verður það hækkað um eina hæð.

AVH ehf eru aðalhönnuður hótelsins. Verkið er unnið í samstarfi við arkitektastofuna Arkþing ehf.