Hönnun á nýju hjúkrunarheimili við Vestursíðu 9 er lokið og auglýst hefur verið útboð á byggingu þess hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.
AVH eru aðalhönnuðir hússins.
Um er að ræða hús sem skiptist í 5 kjarna sem hver um sig er með 9 íbúðum,45 hjúkrunarrými í heild. Jafnframt er sameiginlegt þjónusturými fyrir alla íbúa.
Heildar flatarmál hússins er 3.375m².
Útboðsgögn verða send á rafrænu formi til þeirra sem þess óska, frá og með 6. maí 2011.
Kynningarfundur og vettvangsskoðun verður þriðjudaginn 17.maí kl.13.00.Verklok eru 1.september 2012.