AVH ehf hannar nýja frystigeymslu HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík

AVH ehf eru hönnuðir að nýrri frystigeymslu sem rísa mun á Norðurgarði í Reykjavík fyrir HB Granda.

Nýja frystigeymslan ásamt flokkunarrými verður um er 3.800 fermetrar að grunnfleti og í henni verður rými fyrir 5.000 til 6.000 tonn af frystum afurðum.  Hönnun er í höndum AVH ehf Arkitektur-Verkfræði-Hönnun og aðal hönnuður hússins er Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt.

ÍAV sér um byggingu hússins og jarðvegsvinnu og Kælismiðjuna Frost útvegar frystikerfið. Rafeyri sér um allt rafmagn fyrir bygginguna og frystikerfin.