Kaupangi v/Mýrarveg, 600 Akureyri / Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
+354 460 4400 / +354 561 4400
8:00-17:00
AVH-hbgrandi-05

Ný frystigeymsla HB Granda vígð

Á Sjómannadaginn sunnudaginn 2. júní var ný frystigeymsla HB Granda vígð við hátíðlega athöfn að loknu ávarpi Forseta Íslands.

Við þetta tilefni var húsinu gefið nafnið Ísbjörninn.  AVH ehf eru hönnuðir frystigeymslunnar og aðalhönnuður er Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt.

Nýja húsið er alls 3.800 fermetrar, þar af er frystigeymslan 2.600 fermetrar að grunnfleti  og getur hýst  allt að 6.000 tonn af frystum afurðum.

AVH ehf óskar HB Granda innilega til hamingju með þetta fallega hús sem nú er risið aðeins 6 mánuðum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin á Norðurgarði í Reykjavík.