Ný 10.000 tonna frystigeymsla fyrir Eimskip

Eimskip byggir nýja 10.000 tonna frystigeymslu í Hafnarfirði. AVH Arkitektur-Verkfræði-Hönnun eru aðalhönnuðir frystigeymslunnar og er Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt, hönnuður að húsinu. En aðrir hönnuðir og ráðgjafar eru VSB, Efla og VSÓ Ráðgjöf. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi nýrrar frystigeymslu verði tilbúinn til notkunar á þriðja árs-fjórðungi 2015 og verkinu verði að fullu lokið fyrir árslok. Auk þess er möguleiki fyrir hendi á að stækka nýju geymsluna í áföngum um allt að 14.000 tonn til viðbótar í samræmi við þarfir viðskiptavina og markaðarins.