Opnun á sýningu

Laugardaginn 21. maí var opnun á sýningunni: Arkitektúr og Akureyri, í Listasafni Akureyrar, Ketilhúsinu og stendur hún til 28. ágúst.

Á sýningunni er byggingarlist á Akureyri skoðuð í víðu samhengi og fjallað um byggingar sem ýmist hafa unnið í samkeppnum eða hlotið sérstakar viðurkenningar. Í amstri dagsins vill oft gleymast að hlutir og byggingar þess manngerða umhverfis sem við lifum og hrærumst í voru upphaflega hugmynd sem kviknaði í huga einhverrar manneskju. Sköpunarverk sem birtast okkur fullmótuð byrjuðu öll sem lítil hugmynd.

Söguleg nálgun er annar vinkill sýningarinnar og unnin með sérlegri aðstoð Minjasafnsins á Akureyri og Skipulagsdeildar Akureyrar. Þar má meðal annars sjá ljósmyndir af byggingum sem nú eru horfnar auk aðalskipulags í sögulegu samhengi.

Tekið af vef Listasafns Akureyrar

Fanney Hauksdóttir hannaði Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, sem er eitt af verkunum á sýningunni, ásamt viðbyggingu við Háskólann á Akureyri, Hólum við Menntaskólann á Akureyri, nýbyggingu í listigarðinum og Hofi menningarhúsi.