Month: október 2009

  • Nýtt húsnæði Þroskahjálpar

    Nýtt húsnæði Þroskahjálpar

    Föstudaginn 23. október fékk Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar afhent nýtt húsnæði á Sauðárkróki. Húsnæði þetta er 5 íbúðir í tveimur húsum ásamt starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið verður leigt til Byggðasamlags málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra sem framleigir það fötluðu fólki. AVH efh sá um heildar hönnun hússins í samstarfi við Rafták ehf. Aðalhönnuður hússins er Fanney Hauksdóttir.

  • Útboð – Þjónustuhús við Oddeyrarbryggju, Akureyri

    Útboð – Þjónustuhús við Oddeyrarbryggju, Akureyri

    Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir tilboðum í að byggja þjónustuhús við Oddeyrarbryggju, Akureyri. Verktaki skal framkvæma jarðvinnu, steypa upp grunn, reisa hús, innrétta, ganga frá utan húss sem innan og fullgera húsið samkvæmt útboðsgögnum.  Verkið nær til endurbóta á þeim hluta af lóðinni sem er næst byggingunni ásamt breytingum á girðingu. Innréttingar og laus búnaður er ekki…

  • Lokafrágangur við Giljaskóla

    Lokafrágangur við Giljaskóla

    Lokafrágangur við Giljaskóla. Samið við SS Byggi um lokaframkvæmdir við Giljaskóla. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum fyrir helgi, að ganga til samninga við SS Byggi ehf. á Akureyri um lokafráfang á Íþróttamiðstöð Giljaskóla, en samkvæmt bókun frá fundinum var fyrirtækið með hagkvæmasta tilboðið. Alls bárust 14 tilboð í verkið frá 12 aðilum og voru þau öll…

  • Hugmynd að breyttri landnotkun Akureyrarvallar

    Hugmynd að breyttri landnotkun Akureyrarvallar

    Í dag voru lagðar fram nýjar hugmyndir að breyttri landnotkun á Akureyrarvelli. Hugmyndir vinnuhópsins ganga út á blandaða íbúðabyggð, verslanir og þjónustu ásamt útivistarsvæði með vatnagarði. Fanney Hauksdóttir arkitekt hjá AVH vann þessa tillögu ásamt Þránni Haukssyni landlagsarkitekt hjá Landslagi ehf. Aðrir sem áttu sæti í starfshópnum voru bæjarfulltrúarnir Helena Karlsdóttir og Oddur Helgi Halldórsson.…