Myndasöfn

  • Skýrsla um þéttingu byggðar á Akureyri

    AVH hlaut rannsóknarstyrk á síðasta ári til að vinna að skýrslu um þéttingu byggðar á Akureyri, með sjálfbærni að leiðarljósi. Skýrslan kom út síðast liðinn janúar á vef Skipulagsstofnunnar, en hér má sjá frétt um það og nálgast skýrsluna á pdf formi.

  • Samkeppni um aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva

    AVH sigraði í lokaðri hönnunarsamkeppni um aðstöðuhús fyrir siglingaklúbbinn Nökkva á Akureyri. Markmiðið var að hanna bátaskýli, þjónustubyggingu og nánasta umhverfi. Hér má sjá útlitsmyndir af forhönnun byggingarinnar.

  • Skóflustunga að viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga

    2. september síðastliðinn tók Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði. Byggingin verður ríflega 200 m² og mun þar meðal annars verða matar-, félags- og fundaraðstaða. Áætlað er að framvæmdum ljúki í ágúst 2017 og mun hún bæta verulega alla aðstöðu nemenda. (Tekið af vef Fjallabyggðar 8.sept: http://www.fjallabyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/skoflustunga-tekin-nyrri-vidbyggingu-vid-menntaskolann-a-trollaskaga-i-olafsfirdi) AVH sá…

  • Vígsla Krílakots

    Vígsluathöfn fyrir viðbyggingu við leikskólann Krílakot var haldin á Dalvík þann 5. ágúst síðastliðinn. Margmenni var samankomið þegar klippt var á borðann og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson var viðstaddur. Viðbygginguna hannaði Fanney Hauksdóttir og AVH sá um arkitektahönnun, burðarþol og lagnir en Raftákn hannaði raflagnir. Aðalverktaki verksins var Tréverk. Viðbyggingin er tæplega 500 m² og leikskólinn í…

  • Opnun á sýningu

    Opnun á sýningu

    Laugardaginn 21. maí var opnun á sýningunni: Arkitektúr og Akureyri, í Listasafni Akureyrar, Ketilhúsinu og stendur hún til 28. ágúst. Á sýningunni er byggingarlist á Akureyri skoðuð í víðu samhengi og fjallað um byggingar sem ýmist hafa unnið í samkeppnum eða hlotið sérstakar viðurkenningar. Í amstri dagsins vill oft gleymast að hlutir og byggingar þess…

  • Nýtt þjónustuhús fyrir skemmtiferðaskip

    Nýtt þjónustuhús fyrir skemmtiferðaskip

    Nýtt þjónustuhús fyrir skemmtiferðaskip við Oddeyrarbryggju er óðum að taka á sig endanlega mynd og eru áætluð verklok nú í lok maí. AVH sá um hönnun hússins og arkitektar þess eru Fanney  og Anna Margrét Hauksdætur. Aðalverktaki er Sigurður Björgvin Björnsson.