Author: Vefstjóri

  • Kirkjutröppurnar

    Kirkjutröppurnar

    Nú er í gangi auglýsing tillögu að deiliskipulagsbreytingu á vinnslustigi. Breytingarnar eru eftirfarandi:

  • Heilsugæslan opnar í sunnuhlíð

    Heilsugæslan opnar í sunnuhlíð

    Mikil ánægja var með nýju heilsugæsluna í Sunnuhlíð 12 á Akureyri, samkvæmt frétt á Akureyri.net (https://www.akureyri.net/is/flokkur/heilsugaeslan/mikil-anaegja-med-nyju-heilsugaesluna). AVH sá um arkitektahönnun og samhæfingarvinnu. Myndir hér að neðan fegnar að láni frá Akureyri.net, ásamt renderingum frá okkur. Fleiri myndir frá heilsugæslunni: https://www.akureyri.net/is/flokkur/heilsugaeslan/heilsugaesla-her-og-onnur-thar-myndir

  • Opnun búsetukjarna við Brekkuás 2 í Garðabæ

    Opnun búsetukjarna við Brekkuás 2 í Garðabæ

    Á mánudaginn 6. nóvember 2023, var búsetukjarninn við Brekkuás 2 formlega opnaður við hátíðlega vígsluathöfn.  

  • AVH styrkti björgunarsveitina Súlur

    AVH styrkti björgunarsveitina Súlur

    AVH styrkti björgunarsveitina Súlur og keypti Neyðarkallinn 2020.

  • Kynning á deiliskipulags tillögu – Holtahverfi norður

    Kynning á deiliskipulags tillögu – Holtahverfi norður

    Á mánudaginn síðast liðinn var opið hús í Hofi á Akureyri þar sem tillaga að deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður var kynnt. Markmiðið með nýju deiliskipulagi er að bjóða upp á nýjar lóðir í bæði gömlu og nýju hverfi á einu fallegasta svæði Akureyrar. Svæðið býður upp á útsýni til allra átta og er til dæmis…

  • Raðhús úr krosslímdu timbri (CLT)

    Raðhús úr krosslímdu timbri (CLT)

    Byggingu raðhúss úr krosslímdu timbri (e: CLT, cross-laminated timber) við Geirþrúðarhaga 3 á Akureyri gengur vel. Sigurgeir Svavarsson ehf. byggir húsið en AVH ehf sá um alhliða hönnun fyrir utan rafmagn. Eins og fyrr segir er húsið úr krosslímdum timbur einingum frá Austurríki og er eitt af fyrstu húsunum á Akureyri sem byggt er með…

  • Starfsmannaferð til Toronto

    Starfsmannaferð til Toronto

    Í oktober stóð starfmannafélag AVH fyrir skemmti- og menningarferð til Toronto í Kanada. Hópurinn fór meðal annars saman á íshokkí safn (The Hockey Hall of Fame) og leik með Toronto Maple leafs. Einnig var farið í dagsferð til Niagara fossanna og komið við í vínsmökkun á leiðinni. Ýmislegt annað var gert eins og gengur og…

  • Opnun Glerárvirkjun II

    Opnun Glerárvirkjun II

    Glerárvirkjun II var formlega gangsett á föstudaginn. „Virkjunin getur séð fimm þúsund heimilum á Akureyri fyrir rafmagni og um leið fjölgar útivistarmöguleikum í Glerárdal.“ (frétt af ruv.is) Myndirnar eru úr fréttum frá akureyri.is og vísir.is AVH sá um alhliðahönnun á stöðvarhúsinu.

  • Samstarf milli RML og AVH

    Samstarf milli RML og AVH

    Í fyrra var skrifað undir samstarfssamning milli Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og AVH til að aðstoða bændur í nýbyggingum og breytingum á núverandi mannvirkjum. Á myndinni eru Runólfur Sigursveinsson og Anton Örn Brynjarsson að handsala samstarfssamning AVH og RML. Frá því að RML var stofnað 2013 hefur bútækniráðgjöf til bænda verið takmörkunum háð varðandi skil á teikningum til…

  • Fjölnotasalur við Menntaskólann á Tröllaskaga

    Fjölnotasalur við Menntaskólann á Tröllaskaga

    Síðast liðið haust var hátíðleg athöfn vegna opnunar nýs fjölnotasalar í viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga. Fanney Hauksdóttir hannaði viðbygginguna. AVH sá um arkitekta-, burðaþols- og lagnahönnun en Raftákn hannaði raflagnir. Notast var við BIM tækni (e. Building Information Modeling), eða upplýsingamódel mannvirkja.

  • Skóflustunga við Unnargrund 2

    Skóflustunga við Unnargrund 2

    Fimmtudaginn 2. nóvember var fyrsta skóflustungan tekin að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Unnargrund í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, Sturla Þorsteinsson, formaður fjölskylduráðs Garðabæjar, Guðrún Þórðardóttir, formaður Áss styrktarfélags, og Haraldur Viggó Ólafsson, fulltrúi í notendaráði Áss styrktarfélags, tóku fyrstu skóflustunguna. Um er að ræða búsetukjarna með sex íbúðum fyrir fatlað fólk ásamt…

  • Viðurkenning fyrir hjúkrunarheimili á Selfossi

    Viðurkenning fyrir hjúkrunarheimili á Selfossi

    AVH tók þátt í opinni hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu Árborg. 17 tillögur bárust í samkeppnina frá íslenskum og erlendum arkitektastofum. AVH hlaut viðurkenningu fyrir áhugaverða tillögu og dómnefndarálit má sjá á pdf skjali. Anna Margrét Hauksdóttir, Arnþór Tryggvason og Pétur Jónsson töku á móti viðkenningunni á síðastliðnum þriðjudegi á Selfossi.