FRÉTTIR
-
Glæsilegur nýr vefur
AVH ehf hefur sett í loftið glæsilegan nýjan vef. Vefsíðan í heild hefur verið uppfærð, bæði útlit og virkni. Nokkrum verkum hefur nú þegar verið bætt við og fleiri af okkar eldri verkum verður bætt við fljótlega. Verkunum verður skipt í fimm mismunandi flokka: Íbúðarhúsnæði Þjónustu mannvirki Skóla- og íþróttamannvirki Iðnaður Önnur verk Upplýsingar um fyrirtækið…
-
Opnun á sýningu
Laugardaginn 21. maí var opnun á sýningunni: Arkitektúr og Akureyri, í Listasafni Akureyrar, Ketilhúsinu og stendur hún til 28. ágúst. Á sýningunni er byggingarlist á Akureyri skoðuð í víðu samhengi og fjallað um byggingar sem ýmist hafa unnið í samkeppnum eða hlotið sérstakar viðurkenningar. Í amstri dagsins vill oft gleymast að hlutir og byggingar þess…
-
Ný 10.000 tonna frystigeymsla fyrir Eimskip
Eimskip byggir nýja 10.000 tonna frystigeymslu í Hafnarfirði. AVH Arkitektur-Verkfræði-Hönnun eru aðalhönnuðir frystigeymslunnar og er Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt, hönnuður að húsinu. En aðrir hönnuðir og ráðgjafar eru VSB, Efla og VSÓ Ráðgjöf. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi nýrrar frystigeymslu verði tilbúinn til notkunar á þriðja árs-fjórðungi 2015 og verkinu verði að fullu…
-
Klukkuvellir 23 í Hafnarfirði
Fyrsta skóflustungan var tekin í dag, mánudaginn 3.febrúar 2014, að nýjum íbúðarkjarna sem Ás styrktarfélag er að hefja byggingu á við Klukkuvelli 23 í Hafnarfirði. Verkið er hluti af uppbyggingu búsetuþjónustu við 16 einstaklinga með þroskaskerðingu í samvinnu Ás styrktarfélagsins og Hafnarfjarðarbæjar. AVH ehf eru aðalhönnuðir að húsinu.
-
Ný frystigeymsla HB Granda vígð
Á Sjómannadaginn sunnudaginn 2. júní var ný frystigeymsla HB Granda vígð við hátíðlega athöfn að loknu ávarpi Forseta Íslands. Við þetta tilefni var húsinu gefið nafnið Ísbjörninn. AVH ehf eru hönnuðir frystigeymslunnar og aðalhönnuður er Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt. Nýja húsið er alls 3.800 fermetrar, þar af er frystigeymslan 2.600 fermetrar að grunnfleti og getur hýst allt að 6.000…
-
AVH ehf hannar nýja frystigeymslu HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík
AVH ehf eru hönnuðir að nýrri frystigeymslu sem rísa mun á Norðurgarði í Reykjavík fyrir HB Granda. Nýja frystigeymslan ásamt flokkunarrými verður um er 3.800 fermetrar að grunnfleti og í henni verður rými fyrir 5.000 til 6.000 tonn af frystum afurðum. Hönnun er í höndum AVH ehf Arkitektur-Verkfræði-Hönnun og aðal hönnuður hússins er Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt. ÍAV…
-
Ný frystigeymsla fyrir HB Granda
Skóflustunga að nýrri frystigeymslu HB Granda. Í dag, föstudag 23. nóvember, var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri frystigeymslu fyrir HB-Granda á athafnasvæði fyrirtækisins á Grandagarði í Reykjavík. Það var Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda sem tók skóflustunguna að viðstöddu fjölmenni. Heildarstærð hússins er um 3.800m². AVH ehf eru hönnuðir frystigeymslunnar og aðalhönnuður er Anna…
-
Nýtt hjúkrunarheimili við Vestursíðu á Akureyri
Hönnun á nýju hjúkrunarheimili við Vestursíðu 9 er lokið og auglýst hefur verið útboð á byggingu þess hjá Fasteignum Akureyrarbæjar. AVH eru aðalhönnuðir hússins. Um er að ræða hús sem skiptist í 5 kjarna sem hver um sig er með 9 íbúðum,45 hjúkrunarrými í heild. Jafnframt er sameiginlegt þjónusturými fyrir alla íbúa. Heildar flatarmál hússins er…
-
Ný íþróttamiðstöð í Dalvíkurbyggð
Ný íþróttamiðstöð vígð á Dalvík. Laugardaginn 2. október, var ný íþróttamiðstöð vígð og tekin í notkun á Dalvík. Hönnuður hússins er Fanney Hauksdóttir, arkitekt og aðalverktaki var Tréverk hf. á Dalvík. Í byggingunni, sem er 2000m² á tveimur hæðum, er löglegur keppnisvöllur fyrir handbolta og áhorfendapallar rúma 300 manns. Á efri hæð er afgreiðsla og…
-
Niðurstöður útboðs í Þingvallastræti 23
Í viku 46 voru opnuð tilboð í endurbætur á Þingvallastræti 23. Eftirfarandi eru niðurstöður útboðsins ásamt hlutfalli umfram lægstbjóðanda. Burðarvirki 1. Tréverk, Dalvík 100,0% 2. Fjölnir, Akureyri 112,4% 3. Hlaðir, Akureyri 123,0% Pípulagnir 1. Varmastýring, Akureyri 100,0% 2. Bútur, Akureyri 103,0% 3. Kraftlagnir, Reykjavík 112,5% Raflagnir 1. Rafmenn, Akureyri 100,0% 2. Straumvirki, Reykjavík 103,5% 3. Ljósgjafinn,…
-
Nýtt heilsárshótel á Akureyri
Í júní 2011 mun Icelandairhótel opna nýtt hótel á Akureyri. Í heildina verða 101 herbergi, 63 herbergi verða tekin í notkun í júní 2011 ásamt veitingasal og bar. 38 herbergi bætast svo við síðar. Umfangsmiklar endurbætur verða gerðar á húsnæðinusem áður hýsti Iðnskólann á Akureyri og síðar Háskólann á Akureyri. Húsið verður lengt til suðurs og…
-
Nýtt þjónustuhús fyrir skemmtiferðaskip
Nýtt þjónustuhús fyrir skemmtiferðaskip við Oddeyrarbryggju er óðum að taka á sig endanlega mynd og eru áætluð verklok nú í lok maí. AVH sá um hönnun hússins og arkitektar þess eru Fanney og Anna Margrét Hauksdætur. Aðalverktaki er Sigurður Björgvin Björnsson.